9.3.09

jeee...klukkið á sjáborðinu hjá mér segir víst 25 dagar eftir, 8 klukkustundir, 29 mínutur og 5 sekúndur... 4... 3...

24.2.09

...og þar skein sólinþað var þá bara þannig, ég leit við og þar skein hún... brosandi og yndisleg. ég leyfði mér að snúa mér alveg við og nú er skugginn á bakvið mig og ósjálfrátt brosi ég hverja stund. ég hef í dag 39 daga til að smíða mér vængi til að fljúga í átt til sólarinnar eins og íkarus forðum daga - síðan er það bara undir sólinni sjálfri komið hvort hún brennir mig eða leyfir mér að loga með sér......hey já... einfaldleikinn er ofmetinn - við skulum bara hafa það á hreinu! ; )

4.1.09

it was nice while it lasted...

svo virðist sem ég hafi týnt sjálfri mér með öllu...
það gerist...

ég veit ég er þarna einhverstaðar - ég hef ekki glatað sjálfri mér - bara týnt... held ég... nei, ég er viss... ég er þarna... sonur minn er sá eini sem á auðvelt með að finna mig...
...skal standa mig betur á þessu nýja ári... ég lofa :)

18.8.08...átti afmæli... jubb...

tjaaa... mér finnst ekkert nauðsynlegt að halda upp á afmælið mitt á afmælisdeginum og tel mig eiga inni eitthvern dag þar sem ekki allir eru uppteknir og þá ætla ég að gleðjast með pomp og prakt með mínum bestu.

ég fékk að vísu drauma afmælisveislu á afmælisdeginum og fékk að gera nákvæmlega það sem mér þykir skemmtilegast (fáir sem þekkja mig SVONA vel ;) og aukretis fékk ég heila ísbúð í afmælisgjafareftirrétt! ...óójáá... sú tilhugsun kætir mig óendanlega mikið.

...nokkrum dögum síðar fékk ég gjöf sem ég var líka himinlifandi með - þrátt fyrir að ...tjaaa... ég væri á henni... en kommon - þetta ER kúl mynd :D (takks Tommi!)eeen já... afmælisveisla - my style - kemur síðar...


luv'ya - always have - always will (prik til þeirra sem vita úr hvaða mynd þetta er!)

25.7.08bréf til pabba...

KOSSSARRR og knús elsku pabbi...

við Ingólfur áttum skemmtilegan dag í dag... fórum til Reykjavíkur og snæddum hádegismat á Núðluhúsinu með Óskari vini okkar. Ingó og Óskar voru grallaraspóar og reyndu að veiða fólk með regnbogalituðu teyjóbandi... einnig fékk eitt stk. dótakall að fara teygjustökk fram af útisvölum núðluhússins... þessi grallaraskapur féll afskaplega vel í kramið hjá kútnum mínum. Óskar fór svo að vinna og við fórum að leita að ís. Áður en við fundum ísinn fórum við á útsölu í NEXUS sem selur teiknimyndasögur og annað skemmtilegt... við keyptum kalla, spil, eina gjöf og tvær bækur. "Ís!" sagði guttinn og skundað var á íssölu á Ingólfstorgi þar sem ískurl varð fyrir valinu... við lékum okkur á torginu og Ingó deildi ískurlinu sínu með einhverri stelpu sem hljóp með honum út um allt torgið... síðan fór að skyggja og augljóslega stefndi í hellidembu. Við röltum í rólegheitum að bílnum - stoppuðum á leiðinni og lékum bardagaleik á risataflborði... vorum svo vinsæl að ein fjölskylda ákvað að gerast áhorfendur... svo kom rigningin. Við létum það nú ekkert stoppa okkur og settum bara sólina í hjartað og náðum bara í peysur og héldum áfram að leika okkur. Þá kom Tommi vinur okkar og vildi leika líka og endaði með að bjóða okkur kvöldmat. Eftir matinn var aftur rölt til að kaupa ís... og ískaffi handa mér... Á röltinu þuldi Ingó upp fyrir Tomma hvar hann og Óskar hefðu setið, hvar þeir borðuðu, hvar þeir göntuðust með dót og skó - og hló. Ískaffið fundum við í M&M og ísinn á Ingólfstorgi - aftur... og á meðan Tommi spjallaði við fólk fórum við Ingó í eltingarleik á torginu (stelpan auðvitað löngu farin þannig að ég varð að duga). Eftir þennan hamagang var aftur rölt að bílnum, Tommi kvaddur og við Ingó fórum sæl og glöð heim í galsabæ með nýja nexus dótið okkar. Ingó fór í sturtu - enda skítugur á tánum því hann var berfættur í skónum ... eins og mamma hans :) ...sturta og ferðalag í draumalandið hjá Ingó - stutt kúr í Ingórúmi og svo tölvufikt hjá mér. Nú kallar draumalandið á mig og ég ætla að hlýða.

góða nótt,
Barnið
one sunny day... á flickr r.ing

2.7.08

þeir sem þekkja mig náið vita hvað sum atriði sem virðast smávægileg og hversdagsleg í augum annarra, skipta mig oft miklu máli...

ég flutti loks úr fallega húsinu mínu, Koti...

pabbinn lagði land undir fót til þess eins að koma og hjálpa litlu telpunni sinni að ljúka ákveðnum kafla í lífi hennar - eins og hendi væri veifað varð allt léttara við komu hans í Kotið. Minningum var hent ofan í kassa og poka á undraskömmum tíma og pabbinn og telpan áttu saman síðustu skálina í Kotinu og skáluðu í tequila*. næsta kvöld áttu þau svo saman fyrsta kvöldið á nýjum stað, hellt var upp á kaffi í fyrsta sinn og með gamalkunnugri lykt fundu þau bæði að nýr kafli í lífi telpunnar var hafinn. á bak við þessa fyrstu kaffistund bergmáluðu allar hinar - allt frá því þegar pabbinn og telpan trítluðu saman á fætur, leyfðu mömmunni að sofa og með þögn og kaffiilmi buðu þau nýjan dag velkominn. og nú, mörgum kaffistundum síðar buðu þau einum degi góða nótt með von og vissu um að sólin skini alveg upp á nýtt næsta dag.

*skálað var með nýstárlegri aðferð - tequila í einu glasi, salt í lítilli skál og svo sítrónusafi í einu glasi... hörgull á sítrónum varð þess valdandi að við notuðumst bara við safa í þetta skiptið :)

28.6.08

já... ungfrú sól framkvæmdi sitt 2. prakkarastrik nú á dögunum
þessi herramaður fór heldur snemma í draumaheiminn á írskum bar á dögunum - ungfrú sól fannst rétt að þar skini sól...25.6.08

merk tímamót...


jæja... þá er því lokið... síðustu bókinni minni sem nema í íslenskum fræðum hjá Háskóla Íslands hefur verið skilað til Þjóðarbókhlöðunnar.
[tekur stundarþögn til minningar um himneskar stundir í hlöðunni - og í þjóðdeildinni sérstaklega]
...héðan í frá telst ég sem 'almenningur' í þessu dásamlega húsi - ekki laust við að um mig fari stroka söknuðar en til að létta lund mína hugsa ég um hið nýja bókasafn sem bíður mín sem nema í Listaháskóla Íslands...


...já - ÞAR mun ég standa við heit mín um stenslagerð... múhahahahah

sólskinsprakkaragalsarassabros til ykkar - galsi að eilífu!

24.6.08


sagði einhver klaufi???


ójá... þetta er bara orðið aaaðeins of fyndið...

- fór í bláa lónið og á meðan ég hélt á smoothy í annarri og öli í hinni missti ég sólgleraugun í lónið - ég gerði mitt besta til að grípa þau með hnjánum... nei - ekki mjög pent... sara kom til bjargar

- fór á kaffitár og fékk mér frappútjínó í boði söru - tókst að hella 50% af glasinu yfir andlitið á mér en í miðjum klaufaskapnum tókst mér að hella þessu ekki á bolinn minn ...lét þetta bara falla settlega *hóst* í kjöltu mína

- ég var að losa hnút á poka, missti takið og kýldi sjálfa mig í andlitið... það var hressandi með sprunginni vör, blóði og alles!

- ég fór í Bónus og greip hand-innnkaupakörfu og var eitthvað að lyfta henni yfir hausinn á mér en þá datt handfangið niður og dúndraðist í ennið á mér... já ég fékk kúlu!

- fór í smá vatnsbyssuslag en um leið og mér tókst að sprauta smá á andstæðinginn tókst mér einnig að kýla sjálfa mig í kinnina með vatnsbyssunni... já ég fékk kúlu!

- ég var að leika mér í "kastalanum" hér úti en tvö villidýr gripu í mig með þeim afleiðingum að ég datt fram fyrir mig og skall með hökuna í kastalann... já ég fékk kúlu!

kastalinn góði:


...ég bíð bara spennt eftir næsta atviki :)
p.s. nei - þetta er ekki allur listinn!

18.6.08

stutt á milli hátíðisdaga...

í gær var 17. júní með tilheyrandi hressilegheitum og á morgun er 6 ára afmæli pjakksins míns.

ég og guttinn fórum í borgina í gær með eitt markmið, að hitta rassa og finna gras til að leika okkur á. við fundum 2 rassa og snæddum með þeim pizzu sem skylduát til þess eins að geta keypt candyflos í eftirrétt.eftir candyflosátið varð sykurinn að fá útrás... labb dugaði EKKI til og endurnar voru ALLT of rólegar... nánast pirrandi bara...


þar sem að endurnar sögðu bara bra þá fórum við í hoppukastalana... þar þurfti að kaupa miða sem fór svona...
- miðasölubíllinn tók ekki debetkort...
- við fórum í bókabúðina til að ná í pening - hugsaði með mér að hressandi væri að fá kannski kaffi til að súpa á meðan við stæðum í hoppubiðröðinni... eftir að hafa staðið í biðröð í bókabúðarkaffinu komumst við að því að posinn þar var bilaður...
- við fórum niður í bókabúðina til að finna eitthvað til að kaupa... átti ég að kaupa eitthvað óþarfa rusl - eða eitthvað dýrt og æðislegt en pottþétt þungt í töskuna (sem var full af dóti)? hmm já ég keypti "3D" póstkort af Aladin..... aha...
- komin með pening, fór og keypti 6 miða... kostaði jú 3 í hvorn kastalann (ég hef lengi velt þessu miðamáli fyrir mér... af hverju kostar ekki bara einn miða og hver miði kostar 300 kall? ...sérstaklega þarna þar sem aðeins 2 tæki voru í boði!)

ég gat ekki annað en dáðst að syni mínum - hann beið af fúsum og frjálsum vilja og án ALLRAR óþolinmæði í þessari löngu röð... ca 20 mín... fyrir biðina fékk hann 1mín í kastalanum...

jæja - leitin að grasblettinum hélt áfram... við fundum einn og lékum okkur smá, eða þar til að hin óumflýjanlega pissustund kom


jæja - við vorum kaffi og íslaus... EKKI sniðugt... þannig að við röltum upp á kaffitár og ég fékk frappútjínó og guttinn eins en ÁN kaffis - þarna áttum við guttinn notaleg stund og reyndar spjall á alvarlegu nótunum en einnig hittum við hina nýgiftu bossa Hjalta og Korinnu - falleg og kát að vanda :)

nú já... klukkið var orðið margt og leiktækjataskan var eitthvað hálf illa nýtt fannst okkur Ingólfi og brosið á okkur báðum var hálf dauft. bót var gerð á því þegar við löbbuðum fram hjá mannlausu plani - ALLT var tekið upp úr töskunni og klukkutími fór í hina og þessa leiki og bardaga við öll heimsins skrímsli


já - þrátt fyrir að ekkert hafi farið eins og við ætluðum okkur þá vorum við fljót að fatta það að við þurftum bara að stoppa í smá stund, líta hvort á annað og sjá að við getum alveg barist við öll heimsins skrímsli ein :)

9.6.08

JÁTS!!! ég vissi alltaf að ég hefði rétt fyrir mér...
sko - ég er svo taugaveikluð hvað boltaleiki varðar að ég get ekki horft á þá ein, þá er ég viss um að mitt lið tapar. áhorfendurnir skipta máli - líka inni í stofu!
þannig að... GOOOOO RASSAR og óóóójááááááá - 3-0 fyrir Hollandi! stórt galsastig til hr. sæls fyrir gott plott!

...og já... hjalti - ég er ENN hneyksluð... eins gott að þú bætir fyrir þetta hið snarasta! gætir t.d. tekið hressandi flug til tjaa... Akureyrar kannski :)


...já ég veit... uppábrot!!
það verður bara að hafa það - grallarabuxurnar mínar eru í óhreinatauinu (rennblotnuðu víst við eitthvað galsahopp í Barcelona hmmm) - þangað til að ég hendi þeim í þvott verðið þið bara að þola þetta.

6.6.08


not a word... á flickr r.ing

ekki orð!

"There are painters who transform the sun to a yellow spot, but there are others who with the help of their art and their intelligence, transform a yellow spot into the sun."
Pablo Picasso (1881 - 1973)

haha já - hver elskar ekki þannig fólk :)

1.6.08


waiting... á flickr r.ing

já já ... ég bíð...


ég tel mig nú vera afskaplega þolinmóða manneskju og umber nú flest allt... nema líklegast sjálfa mig.
ég veit að ég er að bíða en mér finnst ég ekkert endilega vera að missa af neinu... það sem ég ákveð að gera geri ég af heilum hug og satt best að segja er mér nokk sama hvað öðrum finnst. fjölskyldan mín og mínir nánustu vinir (hmm það er nú svo gott sem sami hluturinn) eru þær raddir sem ég vil hlusta á... aha - ég hlusta - fer kannski ekkert alltaf eftir því sem sagt er við mig ;)

kannski er ég bara að bíða eftir því að einhver skilji mig... ég er alls ekki neitt flókin (nei nei ekkert einföld, ljóshærð og bláeygð heldur hehehe)

stundum skín sólin hlýtt og blítt á meðan ég bíð - stundum rignir - stundum hellirignir... ég veit samt að yfir regnskýjunum ljómar sólin og hún kemur alltaf aftur... ég þarf bara að ...bíða :)
...ég er samt sem áður ánægð með það hvað ég er dugleg við að fíflast, galsast, prakkarast og leika mér á meðan ég bíð...

galsi að eilífu elskurnar - galsi að eilífu...

22.5.08


spring... á flickr r.ing

vor...
já... drekk það í mig eins og sólin þegar hún andar að sér morgundögginni...

nokkrir hlutir sem breytast hjá mér við vorkomuna:
- ég hætti að draga fyrir annan gluggann uppi svo sólin nái að senda mér morgungeislana og kítla mig á fætur
- ég hætti nánast að ganga í sokkum
- get ekki labbað fram hjá sápukúluboxum án þess að kaupa mér eitt
- valkvíði vegna vatnsbyssukaupa verður stundum óyfirstíganlegur (vá hvað það er gott að eiga sæla vini þá ;)
- ég verð gríðarlega löt við að vaska upp
- á það til að leggjast í grasið bara hér og þar
- leitin að hinum fullkomnu sólgleraugum heldur áfram frá síðasta vori ...komst nokkuð nálægt fullkomnun sl. vor og merkilegt nokk þá á ég þau enn... þrátt fyrir að hafa farið út um allt og þám í þórsmörk í ofurgalsa
- það er alltaf sól... líka þegar það rignir og er skítakuldi... vorþrjóskan er nánast sterkari en allt
- grallarabuxur og strigaskór verða uppáhaldsklæðnaðurinn og ofnotað eins og ég veit ekki hvað!
- mig langar endalaust í sveit
- mig langar endalaust í sund
- mig langar endalaust í ís og ferska ávexti
- mig langar endalaust í ofur hressilegar galsastundir.... hmmm nei - það á reyndar við allt árið um kring hahahhaha
- prakkarinn í mér á það til að fara í yfirgír....... (ein slík var í gær - hún krefst sérfærslu sem kemur síðar þegar ég hef útbúið dulmálskóða fyrir hana hahaha)
- galsalegar kjólastundir eru framkvæmdar - eins og að trítla út um allan bæ með köku og bók í eldrauðum kjól með bjánabros og leyfa rigningunni að krulla hárið á sér
- hundasúruát er nýtt til að gleðja sálartetrið
- fíflar finnast uppþornaðir út um allt hús

....hahha... ég ætla ekki að skrifa meira og hendast frekar út!!

njótið tímans krúttin mín - ég veit að ég geri það amk - og í BOTN ;)

13.5.08


mothersday ;) á flickr r.ing

mæðradagsgjöf!

nei ég vissi ekki að það væri mæðradagurinn þennan ljúfa sunnudag - en var minnt á...

vaknaði fyrir allar aldir - staðráðin í að eiga dásamlega ljúfan dag. það var skýjað og smá rigning en það var sannarlega sól í hjarta og ég fór í stuttbuxur, hvíta sumar skyrtu og berfætt í strigaskóna.

mér og guttanum var boðið í sveit... okkur var lofað splunkunýjum lömbum, labradorhvolpum og grilli - við fengum síðan mikið meira en þetta! það var galsi, rassaskellingar, sund, ís og dásamlegt fólk.

sveitin tók okkur opnum örmum með öllum sínum ljóma, hlýju og gleði og sólin í hjarta mér bókstaflega söng... jább - ég ætla bara að vera væmin og mér er alveg sama....... ég og guttinn glöddumst svo innilega.

öll skilningarvitin voru kætt...
við fengum að knúsaog kjassa þessa fallegu og krumpuðu labradorhvolpa, fengum að gefa þeim "nammi" og ég horfði alsæl á son minn passa upp á það að allir fengju eitthvað, líka stóru hundarnir.
við fengum að kíkja í fjárhúsin og mér til mikillar gleði misstum við ekki af því að sjá þegar ein áin var færð ásamt lambi, við stóðum öll þögul á meðan og fylgdumst með - sonur minn ásamt óskari félaga sínum og styrmi nýja félaga sínum sátu uppi á heyinu - sveitalegir höfðingjar.
við fengum að kíkja á kálfana... jaaa sonur minn var þá búinn að finna held ég hinn týnda sálubróður sinn í honum styrmi og stakk okkur hin af. ég hitti bolann og við spjölluðum saman í huganum um eyrnaklór og þökkuðum Guði fyrir fólk sem lætur það eftir okkur að strjúka manni á bak við eyrun.
við fengum að fara á trampólín.... óóójáááá... ég fékk sko líka að prófa - tók hina ægifögru Kötlu með mér svo ég fengi kvenlegan stuðning.
við fengum grill.... EÐAL grilllamb, dýrðarinnar sósu, salat með jarðaberjum og grænmeti með osti... sit hér og skrifa og fæ vatn í munninn við tilhugsunina. ég borðaði auðvitað allt of mikið - vonaði að enginn tæki eftir því eða þætti ég ódönnuð, já eða félli í skuggann af því að tommi snillingur gyrti niður um sig við matarborðið til að sýna marblett (sem reyndar er mér að kenna hahaha). æjh - ég ákvað samt að vera ekkert annað en ég er enda eru það svik við sálina að þykjast eitthvað í sveitinni ;)

við fengum... bestu mæðradagsgjöf sem hægt var að gefa okkur... söng í sálu, sól í hjarta, knús í kollinn og kæti í andann.

...eitt lítið takk en með mikilli hugsun á bak við... TAKK!

22.4.08


baking trouble... á flickr r.ing

æjjjj sumir baka sér bara eeeeeendalaus vandræði...
ég þám

en tjah... mér finnst það bara skemmtilegt og að vera í prakkaraskapi er það næst besta á eftir galsa... og vá í dag var ég í prakkaraskapi með svefngalsa!!!

...dagurinn gekk slysalaust fyrir sig - ÓTRÚLEGT en satt!

ég vona að rassarnir mínir hafi verið glaðir með kökurnar sínar... mér fannst amk ótrúlega gaman að mausast í þessu fyrir þá hahahahaha

21.4.08


imagine á flickr r.ing

það kom og vakti mig af dvala sem ég ætla mér aldrei aftur í...

ég vil ekki þvinga það á annan farveg en þann sem það er á þessa stundina...

þó svo að það sé ef til vill allt ímyndun ein þá fær það mig til að brosa alveg upp á nýtt...

það er gott, það er ljúft, það er mitt...

það kannski breytist einn daginn en ekki strax...

ég mun í raun aldrei leyfa því að fara - það verður alltaf sem áminning til mín um að týna mér ekki aftur...

8.1.08


what to do when bored - 2 á flickr r.ing

fornaldarstig - 6. umferð

Fóstri dóttur Sigurðar Fáfnisbana og Brynhildar faldi stúlkuna inni í hverju?


Ekki svara í athugasemdakerfinu - 3 stig í boði.

12.12.07


due for a haircut? á flickr r.ing

æji hvað er að mér!!!


2 síðustu klaufabárðaatvikin mín:

- ég kom heim um daginn, hentist úr strigaskónum mínum og fór í inniskóna mína... þegar ég kom inn í eldhús stoppaði ég og leit niður á lappirnar á mér.... ég var í einum inniskó og einum strigaskó!! Ég hafði virkilega farið úr báðum strigaskónum en í annan þeirra aftur!!

- ég fór fram og ætlaði að ná mér í mandarínu - en í staðin fór ég fram og burstaði tennurnar...

10.12.07


á flickr r.ing

fornaldarstig 5. umferð...


hver er bróðir fósturföður Sigurðar Fáfnisbana...


ég veit þetta er kannski örlítið kvikindislegt - EN það er felst vísbending í myndinni ;)

-3 fornaldarstig hafa verið veitt fyrir þessa þraut

15.11.07


á flickr r.ing

fornaldarstig 4. umferð

Stála flaums stökkvir = ?


3 stig hafa verið veitt f. þessa þraut!


á flickr r.ing

jeyjjj...

ég fékk vísu :)

Umræðunum skiptir skjótt
skörunglega ring
fréttablaðið lesið fljótt
flettið því í hring

Óskar félagi minn samdi þetta vegna þessa þráðar

2.11.07


snow!!! á flickr r.ing

Ég keypti mér tölvumús í versluninni Hugver í gær - þar skildi ég eftir nafnspjald eftir smá spjall við afgreiðsluherrann...
svo fékk ég þessa í pósti:

Hingað þegar kom þornabrík
þekkust mær í Keflavík
Ring-laður kall réð skoða vef
ráð mitt síðan bætt ei hef:
sítrónur vil í sérhvert mál
súrar ekki finnast.
..Undarlegt er allt það tál
á þær vil ég helst mynnast.

Kveðja, Valdimar

1.11.07


á flickr r.ing

...ein auðveld...3. umferð...

Hver stelur geði guma?fornaldarstig í boði - EKKI svara í kommentakerfinu ;)3 fornaldarstig hafa verið veitt f. þessa þraut!

30.10.07


"...so... rain tomorrow?" á flickr r.ing

"Rigning á morgun?"
"..aha - svo sagði veðurspáin.."
"Fjárans"
"...verið svalir piltar - við erum hindúar!"
"ooo en hvað með rúsínurnar?"

26.10.07


500 á flickr r.ing

hmm... þetta er galsalegasta myndin sem ég á í augnablikinu... verður bara að duga með þessari föstudagsgalsavísu

Víking öl og viking malt,
veigar sem ég drekk.
Rommið gott og rauðvín allt,
ræður mínum hrekk.


Gleðilegan galsa!

24.10.07


á flickr r.ing

fornaldarstig - 2. umferð

Hvað gera Hymis meyjar við Njörð (skv. Loka)

EKKI svara í kommentakerfinu!


3 fornaldarstig hafa verið veitt f. þessa þraut!

22.10.07


á flickr r.ing

fornaldarstig!


Sigurðr eggjaði sleggju
snák váligrar brákar;
en skapdreki skinna
skreið af leista heiði;
menn sǫusk orm, áðr ynni,
ilvegs búinn kilju,
nautaleðrs á naðri
neflangr konungr tangar.

þetta er ein af lausavísum Þjóðólfs Arnórssonar...3 fornaldarstig hafa verið veitt f. rétt svar!

9.10.07


á flickr joberg.

garg....þarf maður eitthvað að vaxa upp úr því að klæða sig upp á öskudeginum??

8.10.07


The end of Man. á flickr Domen Colja

mjáhá...

...fer að halda að ég sé hugfangin af hangandi mönnum...
neee.... kannski ekki - myndin er amk geggjuð!!!

26.9.07


H-ring-UR á flickr r.ing

H-ring-UR

hahaha já... þetta var auðvitað bara fyndið. Ljósmyndakeppni.is stóð fyrir keppni þar sem að myndefnið átti að vera hringur ...okkar túlkun. Mig langaði til að taka þátt í þessari keppni er var eitthvað gríðarlega andlaus... Óskar ljósmyndasmiður nokkur kom mér þá til bjargar með afar skondna hugmynd - varpað fram í gríni auðvitað en já já ég er sökker f. svona rugli þannig að þó svo að ekki væri lengur hægt að senda inn mynd í keppnina þá ákvað ég að framkvæma þessa hugmynd í gær.

Nikkið mitt á ljósmyndakeppni er sem sagt ring ... já þannig að þið getið lesið út úr þessu sjálf.

Aftur á móti... þá kom Tryggvi bókmenntafræðingur með nýja lesningu í myndina... þar sem að ég heiti auðvitað Rut og ég er með kubb í kjaftinum sem gæti verið komma - þá er einnig hægt að lesa úr myndinni H - rút - ur ...


hehehehehe